Slegið hefur í gamlar kenningar um, að lýðræði og markaðsbúskapur styðji hvort annað og fari saman. Dæmin um annað eru orðin mörg, ekki bara Malasía og Singapúr, heldur líka Kína og Venezúela og í seinni tíð einnig Rússland. Þar ríkir markaðsbúskapur með valdshyggju fremur en lýðræði. Fræðimenn, sem áður hömpuðu markaðsbúskap sem hinni hliðinni á lýðræði, hafa sumir snúið við blaðinu. Patricia Cohen skrifar um þetta fróðlega grein í New York Times og International Herald Tribune. Hún vitnar í Dahrendorf lávarð, Bruce Scott, Joseph Stiglitz, Michael Mandelbaum og Francis Fukuyama.