Valið milli góðra fiskréttahúsa

Veitingar

Sjávarréttastaðir hafa magnazt í Reykjavík síðustu misserin. Nýjast er Fiskfélagið í Grófinni. Gömlu staðirnir eru Þrír frakkar við Baldursgötu og Humarhúsið við Lækjargötu, en nýlegur er Fiskmarkaðurinn í Aðalstræti. Þetta eru fjórir frábærir staðir. Ungir og ódýrari eru Sjávarbarinn á Grandagarði, Fish & Chips við Tryggvagötu og Sægreifinn við Geirsgötu. Sjávarkjallarinn við Vesturgötu hefur daprazt vegna óhóflegra vinsælda. Sem aldrei fyrr er hægt að láta sér dveljast við að velja milli frambærilegra fiskréttastaða í höfuðborginni. Hafi ég bara eitt val, er það Humarhúsið, sem eldar án stæla.