Valitor-greifi aðlaður

Punktar

Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri er dæmigerður fyrir óstand íslenzkra fjármála. Hann var forstjóri Valitor árin, sem bófafélagið braut samkeppnislög ítrekað á umsvifamikinn hátt. Forstjóri síbrotafélagsins var verðlaunaður með bankastjórn Arion banka. Menn ættu að hafa þetta bakvið eyrun, þegar þeir blaðra um, að nú þurfi að hætta að glápa í baksýnisspegilinn. Við þurfum einmitt að BYRJA að sjá í hann. Sjálfstæðis og Framsókn munu ekki bæta stöðuna neitt. Þvert á móti munu þessir pólitísku bófaflokkar stöðva málaferli. Samfylkingin og Vinstri grænir munu ekkert gera hér eftir sem hingað til. Öllum fjórflokknum þarf að sópa burt.