Upplýst er, að Gísli Freyr Valdórsson lak falsaða skjalinu til Fréttablaðsins og Moggans. Líklegt má telja, að hann hafi einnig komið að fölsuninni. Þá hefur Hanna Birna sagt af sér sem lögreglu- og dómsmálaráðherra. En heldur áfram sem ráðherra annarra innanríkismála. Í þriðja lagi er upplýst einstaklega ömurleg stjórnsýsla í ráðuneyti Ragnhildar Hjaltadóttur. Þar er ekki bókhald um málefni mikilvægra embættisfunda ráðherrans. Þeir virðast ekki heldur til á málaskrá. Stjórnsýsla gerræðis í bananaríki, þekkist annars hvergi í vestrænum ríkjum. Álit og virðing ráðherrans og ráðuneytisins er í rúst og ríkisstjórnin löskuð.