Lízt bezt á Andra Snæ sem forseta. Deili gildum hans, áherzlu á stjórnarskrá og náttúru Íslands. Horfðist þó um tíma í augu við að freistast til að kjósa Guðna Th. til að bregða fæti fyrir Davíð. Vildi bíða eftir nokkrum könnunum og meta stöðu mína í kjörklefanum. Guðni hefur önnur gildi, er gamaldags íhaldsmaður. Af þeim skóla, sem ríkti áður en Davíð og eftirmenn hleyptu græðgisvæðingu á flug. Guðni mun ekki hjálpa pírötum við að fá nýja stjórnarskrá, en heldur ekki bregða fæti fyrir hana. Álít hann óhlutdrægan og heiðarlegan, kjósanlegan. Ekki ávísun á stórslys eins og Davíð. En Andri Snær er og verður áfram mitt val.