Frá Háskerðingsleið niður að Valshamri á Skógarströnd og aftur á Háskerðingsleið.
Á Valshamri leyndist haustið 1224 vígamaðurinn Aron Hjörleifsson í lambhúshlöðu á Valshamri fyrir Sturlu Sighvatssyni. Aron var sekur skógarmaður fyrir stuðning við Guðmund biskup Arason. Slapp hann naumlega undan flokki Sturlu og fór frá Valshamri suður Flatnahryggi og Flatnadal. Þar hvarf hann eftirreiðarmönnum í þoku og komst til móður sinnar á Syðra-Rauðamel.
Byrjum á Háskerðingsleið hjá Hrappsá á Skógarströnd. Förum þaðan austnorðaustur um Húsalæk og Sámsstaði að Valshamri. Þaðan suður yfir þjóðveg 54 að Háskerðingsleið suðaustan Kláffells.
5,7 km
Snæfellsnes-Dalir
Nálægir ferlar: Kvistahryggur
Nálægar leiðir: Háskerðingur, Sátudalur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag