Valtað yfir átrúnaðargoð

Punktar

Karl Marx, Hayek og Friedman eru átrúnaðargoð ýmissa trúarbragða, sem kenna mætti við Mammon. Þeir boðuðu sínar lausnir og útskýrðu í löngu máli, hvers vegna sín lausn væri bezt. Nú er kominn metsöluhöfundurinn Thomas Piketty. Hann boðar engin trúarbrögð, en valtar samt yfir Marx og félaga. Sýnir með stærðfræði og gröfum, að allar lausnir verkuðu nokkurn veginn eins um aldir fram undir 1980. Frakkland, Þýzkaland og Bandaríkin voru í svipaðri stöðu eftir mjög svo misjafnar aðferðir. Höfuðmál Piketty er, að nýkapítalisminn eða nýfrjálshyggjan eftir 1980 leiddi til hratt vaxandi stéttaskiptingar. Að færa þarf skattbyrðina frá fátækum til ríkra.