Valtað yfir barnabörnin

Punktar

Mér finnst Einar Árnason vera kjarkaður. Hagfræðingur BSRB vill, að saklaus barnabörn mín borgi sjö milljónir á hvern skuldara í landinu. Á þá ríku eins og þá fátæku. Sennilega á Einar engin börn sjálfur. Þak Einars er alltof hátt. Ef tekið er tillit til hagsmuna skattgreiðenda framtíðarinnar væri nær að afskrifa lán að miklu lægra hámarki. Til dæmis þrjár milljónir króna og þá aðeins á hófleg lán, ekki á risalánin. Sé enga ástæðu til að barnabörnin mín borgi fyrir græðgisfólk, sem keypti 50 milljón króna einbýlishús út á krít. Í umræðunni um afskriftir lána gæta menn ekki hagsmuna skattgreiðenda.