Valtað yfir vinina

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn reynir að valta yfir svonefnda samstarfsflokka. Yfirleitt gefast þeir upp fyrir eimlest stóra bófaflokksins. Hann mun stöðva allar útgáfur af endurbótum á kvótagreifakerfinu. Sumir þingmenn hans hafa beinlínis gortað af harðvítugri andstöðu sinni. Þeir vita sig geta fengið samstöðu með þingmönnum Framsóknar og Birni Val Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, ef til vill líka Steingrími J. Sigfússyni. Helzta mál Viðreisnar, jafnlaunavottun, hefur á sama hátt verið fryst í nefnd. Litlu flokkarnir virðast hafa sætt sig við yfirganginn. Til dæmis hefur Björt framtíð látið ofsóknir á Landspítalann yfir sig ganga.