Fnykinn af Valtý Sigurðssyni leggur hingað upp á Hrunaheiðar. Bréf hans um Kaupþingssvindl týndist í póstinum í þrjá mánuði. Að hans sögn. Hefur traust upp á núll stig. Sonur Valtýs er forstjóri Exista, þá stærsta eiganda Kaupþings. Bréfið fjallaði um rannsókn á niðurfellingu skulda lykilmanna Kaupþings upp á tugi milljarða. Bréfið fannst raunar ekki fyrr en óánægður hluthafi í Kaupþingi kvartaði til umboðsmanns Alþingis. Að mínu viti er Valtýr ekki bara vanhæfur í bankahrunsmálum. Hann er almennt óhæfur sem ríkissaksóknari. Slíkur embættismaður getur ekki týnt lykilbréfi í pósti.