Vandi borgarstjóraefnis

Punktar

Efast um, að Gísli Marteinn Baldursson sé í réttum flokki til að hafa eigin skoðun. Þær tíðkast ekki á þeim bæ. Formaður flokksins einn hefur skoðun, er hinir fylgja. Þar tíðkast ekki heldur samstarf stjórnar og andstöðu. Davíð gaf tóninn: “Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.” Flokkurinn er í eðli sínu ekki hefðbundinn stjórnmálaflokkur, heldur prívatlögga um hagsmuni rekstraraðila flokksins. Flokksbræður Gísla Marteins munu sjálfir bregða fæti fyrir hann.