Vandi Dögunar

Punktar

Dögun og Lýðræðisvaktin hafa sömu stefnuskrá nema í málum Hagsmunasamtaka heimilanna. Kunnir stjórnlagaráðsmenn sættu sig ekki við þann kafla í stefnu Dögunar. Ég hef líka bent á, að ekki sé skynsamlegt að hafa hagsmunasamtök innan pólitísks flokks. Stefna Hagsmunasamtaka heimilanna er umdeild. Til dæmis óttast margir, að markmiðin lendi á herðum skattgreiðenda. Þeir hafa sízt efni á að bæta á sig byrðum. Ég er viss um, að stefna Dögunar blandast óskhyggju og sjónhverfingum. Þær fela í sér, að hægt verði að láta vandamál hverfa með töfrasprota. Málamiðlun milli óskhyggju og veruleika er vandasöm.