Ég er í skemmtilegum vanda. Ber ég sem skammlífur kennari og langlífur stjóri í blaðamennsku ábyrgð á þeim, sem ég hef ekki kennt eða stjórnað? Er íslenzk blaðamennska nútímans mér að þakka eða kenna? Er vont fyrir mig að hafa sterkar skoðanir á frammistöðu í faginu eins og ýmsu öðru? Er slappt að nefna eitt dæmi um lélega frammistöðu og alhæfa út frá því? Guðmundur Magnússon svarar öllum spurningunum játandi og þakka ég fyrir það. Ég svara hins vegar öllum spurningunum neitandi nema þeirri síðustu. Ég er á hálum ís að alhæfa út frá einu dæmi, þótt ég hafi nýlega nefnt ýmis skyld dæmi.