Vandið ykkur næst

Punktar

Ekkert bendir til, að unnt verði að losna við ríkisstjórnina á kjörtímabilinu. Hún mun valda þjóðinni miklu tjóni í hálft þriðja ár í viðbót. Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða og þá sennilega líka til byltinga. Í næstu kosningum er þó hægt að kasta út bófaflokkunum. Brýnt er, að fólk greiði atkvæði og kasti ekki atkvæði á flokka, sem litlu vilja breyta. Fái skýr og eindregin loforð flokka og frambjóðenda fyrir samþykkt nýrrar stjórnarskrár, sem liggur fullbúin í salti. Fá loforð sömu aðila fyrir samþykkt fiskveiðilaga, sem gefur þjóðinni væna auðlindarentu. Þá verður mikið um keypta frambjóðendur bófanna, varist þá.