Vandinn er hulinn

Punktar

Þótt dýrt sé að berjast, kosta stríðin gegn Írak og Afganistan aðeins eitt prósent af landsframleiðslu Bandaríkjanna. Það er helmingurinn af því, sem þjóðin kaupir í Wal-Mart. Bandaríska stríðsvélin kostar öll fjögur prósent af landsframleiðslunni, helmingi minna en Víetnamstríðið. Peningarnir eru ekki einu sinni teknir af fólki. Þeir eru bara fengnir að láni. Litlu börnin í Bandaríkjunum borga stríðið, þegar þau verða fullorðin. Svo eru menn ekki lengur kvaddir í herinn eins og áður var gert. Vegna alls þessa fara vandræði stríðsins meira eða minna framhjá núlifandi Bandaríkjamönnum.