Vandlega faldir hluthafar

Fjölmiðlun

Hlutafé gengur kaupum og sölum, það er eðli hlutafjár. Ókleift er að setja hömlur á viðskipti með hlutafé. Samt reynir nýi Glitnir að hindra leppa í að bjóða í hlutafé Árvakurs. Það er fallega hugsað að reyna að hindra ljósfælna auðkýfinga í að eignast Moggann. En málefnalega getur bankinn ekki hindrað slíka bragðvísi. Bak við erlenda áhugamenn eru íslenzkir fjárglæframenn, sem munu eignast Moggann, hvað sem hver segir. Þeir eignast Moggann, sem bezt geta borgað, þótt þeir séu vandlega faldir að tjaldabaki. Bankinn á ekki að vasast í svona málum. Hann á bara að reyna að fá sem hæst verð fyrir hræið.