Leitarvélin Google hefur komið upp kínverskri leit, sem útilokar bannað efni, svo sem orðin lýðræði og frelsi. Google hefur sér það til forláts, að neðst á síðunum stendur berum orðum, að leitin hafi verið ritskoðuð. Staða Google er því skárri en staða Yahoo, sem beinlínis hjápaði stjórnvöldum í Kína til að hafa hendur í hári manns, sem rak stjórnarandstöðu á netinu, og dæma hann í sex ára fangelsi. Það er vandlifuð sambúðin við mesta óvin lýðræðis og frelsis í heiminum. Mörg af þekktustu fyrirtækjum heims hafa í Kína farið flatt á gróðafíkninni.