John A. McKinnon er sálfræðingur, sem stjórnar skóla fyrir vandræðaunglinga. Hann segir í International Herald Tribune, að ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta hugsi og hagi sér eins og vandræðaunglingur. Hún tengi ekki gerðir sínar í nútímanum við afleiðingar þeirra í framtíðinni. Hún skilji ekki vináttu og sé ákaflega eigingjörn. Siðfræði og siðferði sé henni lokuð bók. Hann nefnir ýmis dæmi um þetta og önnur einkenni vandræðaunglinga, sem ríkisstjórnin þjáist af. Hann segir barnaskapinn koma unglingum í vandræði og svo muni einnig verða með ríkisstjórnina. Hann segir umhverfið fyrirlíta vandræðaunglinga, neita að hjálpa þeim og gleðjast yfir óförum þeirra. Þannig séu einmitt viðhorf umheimsins til ríkisstjórnar Bandaríkjanna.