Ítrekað valda lögreglumenn vandræðum í samskiptum við borgarana. Mikilvægt er, að vitni taki þessi samskipti upp á snjallsíma. Reynslan um allan heim segir okkur, að löggur ljúga áreynslulaust um flest, séu sönnunargögnin ekki til. Í Bandaríkjunum hefur löggan lent í margvíslegum ógöngum út af myndskeiðum, sem sýna fíflagang og fruntaskap hennar. Óeirðir á almannafæri eru meira eða minna að frumkvæði löggunnar. Hún dulbýr sig jafnvel sem óróaseggi til að koma óorði á mótmælendur. Þannig reyndist það líka vera hér við Kárahnjúka. Fráleitt er að afhenda ómálga fábjánum löggunnar byssur til að magna óskunda, sem þeir valda.