Við búum enn við vandræðin af ráðherradómi Árna Páls Árnasonar. Milli hans og bankabófanna voru leyniþræðir. Lýstu sér í samsæri um að túlka takmarkað fordæmisgildi í niðurstöðu hæstaréttardóma. Bankarnir komust upp með að segja dómana óskýra og að kaupa sér tíma til að bregðast við þeim. Í stað þess að borga óreiðuskuldir sínar við fólk gátu bankarnir velt þeim áfram fram að næsta gengislánadómi. Þáttur Árna Páls í þessu var að ganga ekki eftir, að dómum væri fullnægt. Annar þáttur hans var að endurreisa bankana í fyrri græðgismynd í stað þess að siðvæða þá með algeru afnámi bankaleyndar.