Vandræðin eru samtengd

Punktar

Var ritstjóri áratugum saman, þegar kerfið var lokaðra en nú. Þótti fremur ódæll og var stundum rekinn. Samt vann ég innan kerfisins og efaðist ekki um grunnstoðir þess. Skrifaði iðulega leiðara um það, sem betur mætti fara, og var oft hvass. En gerði samt sjaldan ráð fyrir, að vandamálin væru hluti af stærri vanda. Það var ekki fyrr en upp úr aldamótum, að sýnin fór að skána. Smám saman kom í ljós, að vandamál þjóðarinnar voru og eru samtengd. Stóra vandinn er, að okkur er stjórnað af vaxandi græðgi bófaflokka sérhagsmuna. Um tíma voru útrásargreifar öflugastir, en núna eru það kvótagreifar.