Ítrekuð furðuverk í samskiptum skipulagsráðs Reykjavíkur og gráðugra verktaka kalla á skýringar. Verktakar virðast hafa kverkatak á borginni og geta fengið hana til að fallast á hvað sem er. Þeir fá lóðir á tombóluverði. Fá að byggja langt umfram eðlilegt nýtingarhlutfall svæðisins. Og þvert á stíl gamalla og gróinna svæða. Nú síðast er leyft að byggja hótel í Vatnsmýri fyrir lóðarverð, sem er hundruðum milljóna króna undir mati. Felur þetta í sér fullkomna vangetu borgarstjórnar og skipulagsráðs hennar? Eða er hér að baki spilling í líkingu við þá, sem einkennir skipulag í borgum þriðja heimsins og Bandaríkjanna?