Bandarískir fréttaskýrendur segja oft, að Donald Rumsfeld stríðsráðherra og Paul Wolfowitz aðstoðarstríðsráðherra séu skörpustu heilar Bandaríkjastjórnar. H.D.S. Greenway er á annarri skoðun í Boston Globe. Hann rekur ýmis dæmi um, að þeir hafi farið “hrikalega” flatt á skipulagi stríðsins gegn Írak. Þeir hafi reynzt vera óhæfir og því beri að reka þá úr embætti.