Vanhæft val skilanefnda

Punktar

Ofan á algera vangetu árum saman í bankaeftirliti hefur Fjármálaeftirlitið einnig sýnt vanhæfni í hruninu. Það valdi illa í skilanefndir bankanna. Þær standa sig illa, mismuna skuldurum og neita að gefa upplýsingar. Neita líka að upplýsa skattinn. Ráðherra hefur neyðst til að heimta verklagsreglur fyrir óhæfu skilanefndirnar. Fyrir löngu kom í ljós, að Fjármálaeftirlitið stóð ekki undir nafni. Það flækist enn fyrir tilraunum til björgunaraðgerða í bönkunum. Einkum og sér í lagi er því illa við allt gegnsæi. Það reynir að halda upplýsingum frá fólki eins og frekast er unnt. Nýtur einskis trausts.