Vanhæfur metur hæfni

Punktar

Hæfnismat Fjármálaeftirlitsins lítur svona út: Bankastjórinn er spurður: “Ertu með flokkskírteinið þitt?” Bankastjórinn dregur upp skírteinið sitt og skírteini frá Vöku. Eftirlitið: “Allt í fínu, þú mátt vera bankastjóri. Passaðu bara, að deildarstjórarnir fari líka í hæfnismat.” Þannig fá allir yfirmenn bankanna hæfnismat, þótt meirihlutinn sé greinilega óhæfur. Líka þeir, sem voru yfirmenn í gömlu bönkunum. Og hvernig getur líka vanhæfasta stofnun landsins gefið mönnum hæfnisvottorð?