Vanir menn

Punktar

Frjálsu forsetakosningarnar í Afganistan fóru út um þúfur. Af þvoðist blekið, sem sett var á hendur kjósenda, svo að þeir kysu ekki aftur og aftur. Þegar það kom í ljós um hádegisbil á kosningadaginn drógu flestir mótframbjóðendur núverandi forseta sig til baka og fordæmdu kosningarnar. … Fyrir kosningarnar var vitað um stórfellt kosningasvindl. Skráðir kjósendur urðu að lokum nokkurn veginn eins margir og þeir, sem kosningarétt áttu að hafa. Þar sem engin leið var að skrá mikinn fjölda kjósenda, er talið líklegt, að verulega margir hafi verið tvískráðir eða margskráðir. …