Eðlilegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi 25% fylgi, græðgisfjórðunginn, og Framsókn hafi 10% fylgi, heiladauðu tíundina. Með taumleysi í lygi og falsi tókst Framsókn að hala sig upp í fjórðung. Ríkisstjórnin hvílir á vanhæfni töluverðs fjölda trúgjarnra. Tveir þriðju þeirra eru aftur flúnir burt, en ekki verður kosið fyrr en eftir þrjú ár. Við sitjum uppi með Framsókn heilt kjörtímabil. Sigmundur Davíð telur, að hæfilega skömmu fyrir næstu kosningar verði hann kominn með nýjan pakka girnilegra loforða. Þá gleymist svikin og trúgjarnir láti enn og aftur smala sér. Hann vanmetur ekki heimsku kjósenda.