Fjölmiðlar ljúga að okkur, að mikil fjölgun hafi orðið á vanskilaskrá síðan 2007. Þeir sýna gröf því til sönnunar. Eins og venjulega eru gröfin fölsuð. Þau sýna ekki núllpunktinn, klippa neðan af grafinu. Veruleikinn er sá, að vanskil hafa aukizt úr 15.500 í 19.500. Það er aukning, en ekki mikil aukning, allra sízt ef litið er á hrunið í millitíðinni. Fréttin og gröfin um vanskilaskrána eru gott dæmi um, að fjölmiðlar reyna að hræða líftóruna úr fólki. Að eigin frumkvæði eða að frumkvæði hagsmunaaðila. Í rauninni er vanskilaskráin fámenn og gefur alls ekki tilefni til sérstakra aðgerða.