Vanstilltur forseti

Punktar

Jacques Chirac talaði dólgslega um atómvopn Fraka í ræðu í vikunni, sagði þeim mundu verða beitt gegn ríkjum, sem styddu árás hryðjuverkamanna á Frakkland. Væntanlega skilgreinir hann sjálfur, hver séu slík ríki eins og George W. Bush skilgreindi Írak ranglega sem hryðjuverkaríki. Hvernig geta vesturveldin haft hemil á ríkjum á borð við Norður-Kóreu og Íran, þegar forseti Frakklands talar svona ógætilega? Skillítið tal stjórnmálamanna um fælingu, það er eigin árásir að fyrra bragði, sýnir dómgreindarbrest manna með putta á atómgikk.