Vantar akkúrat ekki álver

Punktar

Álver eru heimsins dýrasta aðferð við að framleiða vinnu. Smáaukning á ferðaþjónustu skilar meiri vinnu en álver í Helguvík og á Bakka. Nýsköpun í atvinnulífinu eftir hrun hefur þegar útvegað meiri atvinnu en þessi álver mundu gera. Jafnvel fyrirhuguð gagnaver útvega meiri vinnu en fyrirhuguð álver. Atvinnuástand er miklu betra en fólk heldur. Atvinnuleysisskráin er ómarktæk. Þar eru auðmenn, fólk, sem vill ekki vinna, og fólk, sem vinnur svart. Raunverulegt atvinnuleysi er 3%, svipað og lausar stöður. Heilar atvinnugreinar eru mannaðar útlendingum. Í guðanna bænum ekki aftur þenslu.