Vantar fé, orku og verð

Punktar

Engir peningar, engin orka, engin sátt um orkuverð. Century rekur skrítið stríð fyrir álveri, sem það getur ekki fjármagnað í Helguvík. Ekki er heldur til orka og orkufyrirtækin verða að hætta að niðurgreiða orku til álvera. Samt hefur Century reist risavaxna húsgrind í Helguvík. Fulltrúar Century láta eins og málið sé pólitískt. Ítrekað kemur Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra fram í sjónvarpi eins og hver annar fálki. Segir ekki standa á ríkisstjórninni. Orkusalar vísa hver á annan, því að spár þeirra um orku hafa reynzt vera ruglið eitt. Er þetta bara allt eitt risavaxið fávitahæli?