Okkur vantar tvo sumarferðahesta. Fyrst og fremst viljuga, en þó hrekklausa. Verða að vera mjúkir á öllum gangi. Engir svifabrokkarar koma til greina, né hágengir yfir vinkil á tölti. Fimmgangarar fremur en brokkhestar. Heppilegir væru fulltamdir hestar um það bil tíu vetra. Æskilegur litur er rauður eða betri. Ekki merar, þær eru oft ófriðlegar á húsi, vonandi þó ekki túlkað sem kvenhatur mitt. Æskilegt væri, að ég gæti fengið húspláss fyrir þá á leigu í Víðidal í marz og apríl á þessu ári, þar sem mitt hús er þegar fullskipað. Hestarnir verða staðgreiddir. Flóknari er óskhyggja mín ekki að þessu sinni.