Þorvaldur Gylfason prófessor vekur í BLOGGI sínu athygli á tölum Transparency og Gallup um íslenzka spillingu og vantraust. Sýna, að Ísland er afar vanþróað í samanburði við nágrannalöndin. Skortir siðræna innviði, sem byggja upp traust milli manna. Líkist Ítalíu að þessu leyti. Þetta eru merkar tölur. Langvinn spilling veldur vantrausti milli manna, hægir á vexti efnahagslífsins. Verzlun og samskipti fólks byggjast á, að það geti treyst hvert öðru. Glatað traust endurheimtist seint og illa, margfalt hægar en sem svarar samdrætti spillingar. Þekkt tregðulögmál, sem á þessum spillingartíma veldur vonleysi og landflótta.