Var búsáhaldabyltingin vond?

Punktar

Samkvæmt þingsályktunartillögu Framsóknar var búsáhaldabyltingin vond og hugsanlega skipulögð af vondum þingmönnum. Hvorugt er rétt. Byltingin var góð, hún var sjálfsprottin og laus í reipunum. Ríkisstjórn Geirs Haarde var ekki felld framan við Alþingishúsið, heldur Þjóðleikhúsið, er Samfylkingin var tekin á taugum. Vigdís Hauksdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Sigurður Ingi Jóhannsson virðast telja Framsókn vera Gamla Ísland. Henni sé því skylt að væla síðbúið út í búsáhaldabyltinguna. Þingsályktunartillagan ber vott um greindarskort, verður Framsókn alls ekki til framdráttar og verður felld.