Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur gefið út bækling, Terrorist Threats to Food, þar sem aðildarríkin eru hvött til að verjast skipulagðri árás hryðjuverkamanna á fæðukeðjuna með efnafræðilegum eða líffræðilegum vopnum. Vitað er um nokkur slík tilvik, einkum á vegum japanskra og bandarískra ofsatrúarhópa. Frá þessu segir í frétt BBC. Þar sem ríkisstjórn Íslands tekur með hermannaflugi óbeinan og ástæðulausan þátt í fyrirhuguðu stríði Bandaríkjanna við Írak, er sérstaklega brýnt, að hún skoði bæklinginn vel og reyni að verja borgara landsins gegn hugsanlegum gagnaðgerðum hryðjuverkamanna.