Jens Einarsson hefur manna mest vit á hestamennsku hér á landi næst á eftir Jóni Finni Hanssyni, fyrrum ritstjóra Eiðfaxa. Jens ritstýrir Hestum og hestamönnum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Hann segir í leiðara, að flestir sýningarmenn í meistaradeildinni stytti sér leið með því að nota sérstök stangarmél. Það eru einjárnungsstangir með tunguboga. Búnaðurinn geri hross þæg á sýningu. Jens segir, að fljótt kólni hrossin í taumi af þessum búnaði. Þau leggist í tauminn, en þá er sýningarferlinum lokið og hrossið selt. Jens er í rauninni að vara hestamenn við að kaupa keppnishesta sýningarmanna.