Varanleg veðurbreyting

Punktar

Meiri úrkoma, meiri hiti, stærri flóð, öflugri stormar, minni snjór, hærra sjávarborð og veikari Golfstraumur eiga það sameiginlegt að vera einkenni hættulegra breytinga á veðurfari um þessar mundir. Stórborgir á borð við Prag og Dresden hafa nýlega orðið fyrir miklum skemmdum af völdum náttúruhamfara. Í auknum mæli kenna veðurfræðingar þetta útblæstri koltvísýrings af mannavöldum. Brezka ríkisveðurstofan telur, að sú mengun, sem þegar er orðin af mannavöldum, muni hafa áhrif á líf mannkyns næstu þúsund ár. Tryggingafélagið Munich Re telur, að tjón mengunar andrúmsloftsins af mannavöldum hafi tvöfaldazt í fyrra og náð samtals rúmlega 4.000.000.000.000 krónum á árinu. Mark Townsend segir frá þessu í Observer í gær.