Varla líður sá dagur

Punktar

Varla líður sá virki dagur, að enginn ráðherra eða stjórnarþingmaður verði frægur af spillingu, heimsku eða fólsku. Hanna Birna er snúin aftur. Illugi er á framfæri orkuvíkings. Sigurður Ingi stelur makrílnum af þjóðinni. Blöndal vill gera láglaunafólk bótaskylt fyrir verðsamráð fyrirtækja. Páll Jóhann Pálsson segist ekki vanhæfur. Evrópuráðið sendir kvörtunarbréf út af séríslenzkri spillingu. Furðulegt er að horfa á þetta litla Ísland, þar sem kjósendur eru svona skakkir af meðvirkni og þrælslund. Að illa innrættir og illa heimskir bófar skuli geta rænt og ruplað öllu, sem þeir koma höndum yfir. Flýið íslenzkt ógeð til Noregs.