Frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi um Fjöll og Varnarbrekkur að fjallaskálanum Sæluhúsmúla á Reykjaheiði.
Byrjum við þjóðveg 85 í Kelduhverfi, sunnan við Lónslón, hálfum kílómetra vestan við Lón. Þar liggur gamli Reykjaheiðarvegurinn suður með Framfjöllum, fyrst með Hólmafjalli og Stallfjalli, um bæinn Fjöll, síðan meðfram Nafarfjalli og Háskálafjalli. Þá um Áfanga og upp Varnarbrekkur vestan Þríhyrnings. Við suðurenda fjallgarðsins komum við að Sæluhúsmúla á Reykjaheiði, þar sem er fjallakofi í 290 metra hæð.
17,1 km
Þingeyjarsýslur
Jeppafært
Skálar:
Sæluhúsmúli: N65 57.686 W17 02.070.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson