Eftir lauslegan lestur hef ég efasemdir um bókina Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson. Mér finnst þáttur Davíðs Oddssonar næsta lítill. Hefði viljað sjá tímaröð ýmissa texta Seðlabankans og munnlegra yfirlýsinga Davíðs. Sjá misræmið þar á milli. Mér finnst þáttur útrásarvíkinga og -banka líka vera lítill. Hefði viljað sjá fjallað um ýmis hneykslismál, svo sem afskriftir kúlulána ýmissa lykilmanna. Orðið kúlulán er ekki einu sinni í orðaskrá og hugtakaskrá bókarinnar. Sé ekki heldur umfang veðlítilla lána bankanna til blöðrufyrirtækja eigendanna. Varnarrit fyrir útrásarvíkinga og -bankamenn.