Ís og snjór minnkar í Ölpunum vegna hitahækkunar jarðar. Mörg skíðaþorp sjá fram á erfiðleika á næstu árum og áratugum, sérstaklega þau, sem eru í minni hæð en 1300 metra yfir sjó. Þar þarf að hækka lyftur upp á jökla og fjölga gervisnjóbyssum. Hugmyndir einkaaðila um stækkun skíðasvæða og þróun nýrra mæta mikilli andsstöðu stjórnvalda, sem flest fylgja grænni umhverfisstefnu. Ian Traynor skrifar í Guardian um deilu af því tagi, sem risin er í Ischgl um stækkun Silvretta-skíðasvæðisins. Héraðsstjórnin í Innsbruck og samstarfsnefnd Alparíkja eru andvíg hugmyndinni.