Varnarúði – ástarúði

Fjölmiðlun

Piparúðinn heitir varnarúði í Morgunblaðinu. Hví ekki kalla hann ástarúða? Væri í samræmi við söguna 1984 eftir George Orwell. Þar hafði stjórnin búið til tungumál, Newspeak, þar sem svart var hvítt. Innanríkisráðuneytið hét ástarráðuneyti og stríðsráðuneytið hét friðarráðuneyti. Stríðsráðuneyti Vesturlanda heita varnarmálaráðuneyti. Þaðan er orðið varnarúði. Jóhannes Nordal hóf Newspeak á Íslandi. Hann fann upp orðið gengisbreyting yfir gengislækkun. Alltaf er verið að ljúga að ykkur. Mér sýndust löggurnar með úðann ekki vera í neinni vörn. Fremur virtust þær vera að fá fullnægingu.