Varnir gegn hökkurum

Punktar

Hollendingar hafa ákveðið að taka ekki upp rafrænar kosningar að sinni. Þingið verður kosið í marz upp á gamla mátann. Með því að krota með rauðum blýanti á pappírsörk. Fræðimenn þar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að of auðvelt sé að falsa kosningaúrslit í tölvum. Er skemmst að minnast þeirrar umræðu, sem hefur verið út af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Enn er þar rætt um, að Rússland hafi „hakkað“ niðurstöðurnar. Í vestanverðri Evrópu óttast margir, að það sama gerist í kosningum á árinu í Þýzkalandi og Frakklandi. Þar verða sennilega handvirkar kosningar eins og í Hollandi. Handvirk talning blífur enn sem fyrr.