Anders Fogh Rasmussen fékk forstjórastól NATÓ árið 2009 út á að vera harðasti stríðsæsingamaður álfunnar. Hafði gengið lengst allra þjóðarleiðtoga Evrópu í stuðningi við innrásirnar í Írak og Afganistan. Sagði Saddam Hussein liggja á skelfilegum gereyðingarvopnum í Írak. Halldór Ásgrímsson fullyrti það líka, en hafði ekki vægi til að verða herstjóri, fékk bara kontór í Kaupinhöfn. Vopnin voru ímyndun eins og síðar kom í ljós. Rasmussen hefur einbeitt sér að því að mála skrattann á veginn til að hindra samdrátt hjá NATÓ. Þessa dagana er hann á Íslandi að útmála, hve hættulegir Rússar séu. Vill vekja upp kalda stríðið.