Varúð: Trójuhestar

Punktar

Ég hef litla trú á, að gagnlegt sé að efla róttæka hægrið eða róttæka vinstrið. Hvort tveggja er gömul lumma frá 20. öld. Mér finnst staður framtíðarinnar vera á hinni róttæku miðju. Flestir Íslendingar eru á íhaldsmiðju. Þar hafa vinstri sjálfstæðismenn og hægri jafnaðarmenn löngum verið á svipuðum slóðum. Þeim þarf að lyfta upp úr fortíðinni. Það getur ný, róttæk miðja gert. Miðja, sem hugsar allt upp á nýtt, án þess að endurtaka kreddur af 20. öld. Píratar hafa staðsett sig á róttækri miðju, stundum á anarkískri miðju, samkvæmt mannvali og stefnu. En þeir verða að gæta sín á Trójuhestum frá hægri jaðrinum og vinstri jaðrinum.