Umræða á netinu er arftaki umræðu á kaffihúsi. Menn tala frítt, eins og þeir gera á kaffihúsi eða í mötuneyti. Sumpart hefur netið slípazt, fésbók og blogg eru til dæmis undir nafni. Bloggið var áður fullt af skít, en nú er það orðið fremur stillt. Eins er um fésbókina, þar sem safnast fyrir umræða, sem er léttvægari en blogg. Eigendur fésbóka átta sig hins vegar sumir ekki á ábyrgð sinni á ummælum annarra. Þeir þurfa að ritskoða veggi sína eins og bloggarar gera. Annars lenda þeir í vanda hefðbundinna fjölmiðla. Þeir hafa litla sem enga stjórn á athugasemdum við fréttir og munu lenda í málaferlum.