Vaskur á ferðaþjónustu

Punktar

Eðlilegt er, að ferðaþjónustan borgi sama vask og aðrir. Fyrirvari á hækkun er nægilega langur, átta mánuðir. En mikil vaskhækkun veldur hliðarverkunum eins og allar breytingar. Svartur atvinnurekstur er mikill og svört vinna í greininni mikil. Herða þarf viðurlög við slíkum lögbrotum. Jafnframt þarf ríkið að takast á herðar ýmsar skyldur við ferðaþjónustu, einkum vegna álags á vinsælustu stöðunum. Margfalda þarf stígagerð og salernisþjónustu. Ekki má heldur gleyma auknu eftirliti og hertum viðurlögum við akstri utan vega og við erlendum atvinnuakstri án aðkomu menntaðra og kunnugra leiðsögumanna.