Vatn og hey í eyðimörkinni

Hestar

Ásahreppur rekur mikilvæga þjónustu fyrir hestaferðamenn á Sprengiandi. Í Háumýrum er komið hestagerði og heysala eftir pöntun, 487-6501. Auðveldar hestaferðir um Sprengisand. Hvort sem komið er um Arnarfelli yfir Þjórsá úr vestri eða frá Versölum úr suðri eða Laugafelli úr norðri. Um 50 km leið er í skála í þrjár áttir frá Háumýrum, þolanlegar dagleiðir. Menn verða þá að vísu að tjalda í Háumýrum eða láta aka með sig í Versali. Sprengisandur á hestbaki er einstæð lífsreynsla, sem líkist ferðum á arabískum hestum um sanda Arabíuskaga og Sahara. Öðru vísi en Kjölur, sem býður grónar götur.