Frá Hofsafrétti um Vatnahjalla að Torfufelli í Eyjafirði.
Frá mótum vegar úr byggð í Skagafirði til Laugafells og vegar norðan Hofsjökuls um Ingólfsskála. Þetta er hluti Eyfirðingavegar, sem lá af Kili og norður fyrir Hofsjökul til Eyjafjarðar.
Byrjum á Hofsafrétt á mótum vegar norðan úr byggð í Skagafirði til Laugafells og vegar norðan Hofsjökuls austur um Ingólfsskála. Förum þaðan austur í Hraunlæk og þaðan norður á Eyfirðingavað á Austari-Jökulsá. Frá vaðinu austur að Pollalæk og Eystri-Pollum og síðan norðaustur á mót vegar suður í Laugafell. Við höldum áfram norður og framhjá afleggjara vestur að Grána og Sesseljubúð. Leiðin liggur áfram norður framhjá fjallaskálanum Berglandi og síðan fyrir vestan Vatnahjalla og austan Urðarvötn í 920 metra hæð. Við Vatnahjalla sveigist leiðin til norðausturs. Síðan hjá vörðunni Sankti-Pétri á brekkubrún niður um Hafrárdal að þjóðvegi 821 í Eyjafirði. Við fylgjum þeim vegi norður að Torfufelli.
34,7 km
Eyjafjörður, Skagafjörður
Skálar:
Bergland: N65 11.424 W18 20.163.
Sesseljubúð: N65 06.700 W18 25.840.
Gráni: N65 06.704 W18 25.860.
Jeppafært
Nálægir ferlar: Hofsafrétt.
Nálægar leiðir: Nýjabæjarfjall, Laugafell, Eystripollar, Strompaleið, Gimbrafell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins