Vatnsás

Frá Konungsstöðum í Patreksfirði um Vatnsás og Vatnadali til Sauðlauksdals.

Sauðlauksdalur var höfuðból um aldir. Björn Halldórsson prestur ræktaði þar fyrstur manna kartöflur á 18. öld. Þar eru líka elzu minjar um heftun á sandfoki. Varnargarður heitir þar Ranglátur, enda voru bændur skikkaðir til að hlaða hann á bezta heyskapartíma.

Förum frá eyðibýlinu Konungsstöðum suðvestur upp Vatnsás, á veg 614 á Sauðlauksdalsfjalli í 300 metra hæð. Förum yfir veginn og síðan norðvestur fyrir sunnan Víðisvatn og norðvestur með Hagagilsá niður í Sauðlauksdal. Loks norður að bænum Sauðlauksdal vestan við Sauðlauksdalsvatn.

8,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Dalverpisvegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort